Mér finnst bara merkilegt að hann hafi fundið nógu langan veg þarna úti til að ná þessum hraða. En annars er það reyndar alveg hárrétt hjá honum, þeir mega ekki láta hann fá skírteinið aftur eftir þetta.
Ég á ekki að vera með ökuréttindi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | 22.4.2008 | 14:09 | Facebook
Athugasemdir
hehe sama og ég hugsaði er til nógu langur vegur :)
Ókunnug (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:52
Til að svara ykkur, þá eru til mjög góðir spottar í færeyjum. Þig gleymið því að Færeyingar voru með sannkallaða bor.unar þráhyggju og boruðu göt á öll fjöll og nánast á milli allra eyja (það er smá spotti eftir) svo það er hægt að gefa rösklega í.
Tommi (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 15:35
Vegir í Færeyjum er allavegana betri en hér á landi.
Guðjón (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 15:44
Ég skal alveg viðurkenna það að ég hef aldrei komið til Færeyja og hef í raun og veru ekki hugmynd um hvernig þeirra vegakerfi er. En manni finnst Færeyjar vera eitthvað svo litlar að þær ættu ekki að hafa nógu langan veg.
Kjartan Örn Júlíusson, 22.4.2008 kl. 15:50
Hvaða boruhugsunargangur er þetta í garð Færeyinga? Er til nógu langur vegur til þess að þið skiljið það, Kjartan og ókunnug ip-tala. Er það nóg að Færeyjar eru minni á kortinu til að tala niður til þeirra?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2008 kl. 17:13
Hér í Færeyjum er hægt að aka frá Gæsadal í vestri til Viðareiðis í norðaustri, eina 105 kílómetra, sem er mesta vegalengd sem hægt er að aka hér án þess að fara í eigin slóð.
Þessi, þá 18 ára, unglingur var búinn að eiga bílinn í nokkra daga, þegar hann af aulaskap endaði á flugi í bílnum. Hann renndi sér á kantstein, þeyttist í loft upp og þvert yfir veginn.
Það sérstaka við áreksturinn við hinn bílinn, sem kom akandi á móti honum, var, að sá fékk eina minniháttar beyglu, og hún kom á þakið, þar sem Subaruinn, nam við á leið sinni fljúgandi yfir veginn. Súbbinn þoldi illa lendinguna og verður aldrei að bíl aftur, en drengurinn slapp kraftaverki næst með skrekkinn og að sjálfsögðu þeim 380.000 Dkk eða rúmum 6 milljónum íslenzkum krónum fátækari sem hann mátti sleppa fyrir draumabílinn.
Þetta ungmenni á þó ekki hraðametið hér. Þrjú mótorhjól voru mæld á um 270 kílómetra hraða í undirsjávargöngunum til Klakksvíkur í fyrrasumar. Hraðinn var svo mikill, að lögregluþjónarnir, sem stóðu við mælingar niðri í miðjum göngum, náðu ekki að lesa númerið á einu einasta hjóli. Á þeim hraða má aka áðurnefnda vegarspotta á 23 og hálfri mínútu.
Helgi Arnþórsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:25
Takk fyrir þessar upplýsingar Helgi. Það er greinilegt að Færeyjar eru stærri en maður heldur. Ég held að ég verði bara að fara að setja heimsókn til Færeyja a dagatalið, það er eflaust fróðlegt að kíkja í heimsókn til þessara náfrænda okkar sem tala líka tungumál sem er svo skemmtilega líkt okkar.
Kjartan Örn Júlíusson, 22.4.2008 kl. 21:07
Mér varð nú á að hugsa þetta líka, hvar er hægt að ná svona miklum hraða. Axel minn, það er enginn að tala niður til Færeyinga með því. Bara lýsa eigin landafræðikunnáttu. Ég hef nú samt orðið svo frægur ða koma til Færeyja. Vara að vísu bara smápolli fyrir allt of mörgum áratugum og man ekki mikið eftir heimsókninni.
Landfari, 23.4.2008 kl. 00:30
Bara að benda á að svona bíll þarf ekki nema 450 METRA til að ná þessum hraða og er innan við 14 SEKÚNDUR að því.
óli Bjöss (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.